31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 kl. 09:18


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:18
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:18
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:18
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:18
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:38
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:18
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:18
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:18
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:18

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:26
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) Kynning á breyttu fyrirkomulagi stofnana umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Stefán Guðmundsson og Magnús Guðmundsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Kynnti ráðherra tillögu um breytt stofnanaskipulag ráðuneytisins og svaraði spurningum.

3) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:22
Nefndin samþykkti að beina spurningum til Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi málið.

4) Önnur mál Kl. 09:18
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27